15.8.2009 | 23:17
Að þekja þakkantinn
Laugardagur 15. ágúst 2009
Það er heilmikið maus að eiga hús og garð. Það er sífellt nóg af verkefnum og alltaf virðist vera nóg eftir. Í dag tókum við Inga okkur til og byrjuð að mála þakkantinn á húsinu. Við þurftum reynda að hætt undir kvöldmat þegar byrjaði aðeins að rigna. Við vonumst nú til að geta klárað þetta á morgun ef vel viðrar. Þá eigum við reyndar eftir alla glugga og hurðir en það verðu hægt að kroppa í eftir þörfum fram á haust. Við tókum það svo bara rólega í kvöld.
Mynd dagsins er af mér við málningarstörfin. Fljótlega fékk ég tvær brúnar skellur á andlitið og Ingu fannst tilvalið að smella af mynd sem sýnir þær, þó etv sé erfitt sé að greina þær nema stækka myndina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 23:03
Þriggja stafa múrnum sagt stríð á hendur
Föstudagur 14. ágúst 2009
Jæja, þá er komið að því. Næstu þrjá mánuði ætlar kallinn í þyngdartapsátak. Ég hef lengi verið að gaufast rétt yfir 100 kg múrnum og sama hvað maður reynir, ekkert hefur gengið að komast undir hann. Það er þó rétt að taka fram að ég hef ekkert gert neitt mjög markvissar tilraunir til þess. Ég hef samt alltaf verið mjög duglegur að hreyfa mig þannig að hreyfingarleysið er alls ekki vandamálið. Hins vegar er það mataræðið sem verður nú skerpt til muna næstu 3 mánuðina. Mín ástkæra Inga ætlar að sjá um að stjórna þessum málum, endar tengist þygdarstjórnin heilmikið hennar starfi á Reykjalundi. Hún er komin með formúlur sem reikna út kaloríurnar í helstu matvælum og ætlunin verður að ég haldi matardagbók á tímabilinu. Markmiðið er að í lok tímabilsins verði ég 95-98 kg og fari síðan í framtíðinni alls ekki yfir þriggja stafa múrinn. Þetta er því alls um 8-10 kg sem maður þarf að lækka sig um á tímabilinu. Hljómar ekkert sérstaklega mikið og nú þarf bara að klára málið
Mynd dagsins er af vigtinni góðu. Formlega hefst baráttan á mánudaginn þannig að maður hefur helgina í "aðlögun".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)