Landsleikur á Laugardalsvelli

Miðvikudagur 12. ágúst 2009

Mamma og pabbi komu í kvöldmat til okkar auk Guðrúnar mágkonu. Ákveðið var að grilla fisk; keilu og steinbít - alveg dúndurgott. Á eftir fór ég á Laugardalsvöll ásamt pabba og sonunum tveimur, Ágústi Loga og Magnúsi Árna. Tilgangurinn var að sjá knattspyrnulansleik Íslands og Slóvakíu sem þar fór fram. Leikurinn fór fram í fínasta veðri og var hin ágætasta skemmtun þó ég geti fúslega viðurkenntað ég hafi horft á skemmtilegri knattspyrnuleiki. Leikurinn endaði 1-1.

IMG_5331[1]

Mynd dagsins er af Magnúsi Árna, Ágústi Loga og pabba í stúkunni á Laugardalsvelli, á landsleik Íslands og Slóvakíu nú í kvöld.


Skokkað í Skammadal

Þriðjudagur 11. ágúst 2009

Í kvöld brá ég mér út að hlaupa. Þar sem ég hef ekkert verið of duglegur að hreyfa mig undanfarið ákvað ég að taka vel á því í þetta skiptið. Fyrir valinu var skemmtileg hlaupaleið, um 15 km, sem ég fer einstaka sinnum en þá hleyp ég um Mosfellsbæ og gegnum Skammadal. Þetta er fallegur, lítill dalur sem liggur úr Mosfellsdal, á bakvið fjallið Helgafell og afmarkast af fjallinu Reykjaborg á hina hliðina. Skammidalur einkennist af fjölda lítilla sumarhúsa sem þar standa, en sjálsagt hefur þessi dalur hýst sumarhýsi fyrir höfuðborgarbúa í áratugi.

IMG_5337[1]

Mynd dagsins er úr Skammadal þar sem ég skokkaði (og brenndi kaloríum) nú í kvöld Smile  Myndir sýnir sýnishorn af þessum fjölmörgu, litlu sumarhúsum sem þar er að finna.


Magnús fær nýtt rúm

Mánudagur 10. ágúst 2009

Nú í kvöld höfum við Inga verið sveitt að skrúfa saman nýtt rúm fyrir Magnús Árna. Gamla rúmið var orðið asni lítið enda kappinn orðinn 6 ára. Í verslunarferð gærdagsins var því splæst í nýtt rúm sem Magnús valdi sjálfur, reyndar með dyggri aðstoð okkar foreldrana.

IMG_5329[1]

Mynd dagsins sýnir Magnús Árna í nýja rúminu sem hann er gríðarlega ánægður með. Í leiðinni erum við aðeins að gera breytingar á skipulagi herbergisins, þannig að herbergið er ansi tómlegt eins og er.  


Bloggfærslur 12. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband