Töffarar á rúntinum

Fimmtudagur 9. júlí 2009

Seinni partinn í dag á leiðin niður á knattspyrnusvæðið á Tungubökkum hér í Mosfellsbænum en þar voru Ágúst Logi og félagar í Aftureldingu að fara að keppa við Njarðvík. Suðurnesjamenn sóttu ekki gull í greipar Mosfellinganna því okkar menn unnu leikinn 8-1. Strax eftir leikinn skutlaði ég Ágústi og Arnari vini hans niður í verslun Europris við Korputorg þar sem hópur knattspyrnukrakka í Aftureldingu var að aðstoða við vörutalningu en Ágúst og Arnar eru að safna sér fyrir þátttöku í knattspyrnumótinu ReyCup sem haldið verður í lok mánaðarins. Að vörutalningunni lokinni fórum við feðgar, ég og Ágúst, á rútinn niður í bæ enda aðrir fjölskyldumeðlimir sofnaðir snemma. Við kíktum á Laugarveginn og Austurvöll þar sem var fullt af fólki og víða setið útivið enda kvöldið mjög fallegt. Þó heilmikið væri af Íslendingum á ferli voru þó útlendingar í meiri hluta og gaman var að keyra framhjá Ingólfstorgi þar sem var nú hreinlega ekki þverfótað fyrir flottum mótorhjólum.

BæjarinsBestu

Þar sem við feðgar vorum eiginlega ekkert búnir að borða kvöldmat í kvöld stoppuðum við, að töffara sið, á menningarþúfunni "Bæjarins bestu" og fengum okkur sitt hvora með öllu nema hráum. Mynd dagsins er einmitt af Ágústi Loga þar fyrir utan.


Gómsætt grill eftir Laugavegsundirbúning

Miðvikudagurinn 8. júlí 2009

Seinni partinn í dag var ég á skemmtilegum fundi í húsnæði Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Fundarefnið var 5 daga gönguferð um "Laugaveginn" sem ég mun fara í, í næstu viku. Þar verði ég fararstjóri, ásamt Ingimar tengdapabba. Löngu er orðið uppsellt í ferðina en í hópnum erum 20 manns. Í dag var haldinn stuttur undirbúningsfundur fyrir ferðina þar sem við fórum yfir helstu atriði tengd ferðinni og hvað þarf að hafa í huga við undirbúninginn. Eftir fundinn komu Ingimar og Anna (tengdó) í kvöldmat til okkar og við skelltum ljúffengu lambakjöti á grillið ásamt pylsum, enda var fínasta veður.

IMG_1610[1]

Mynd dagsins tók Inga í kvöld úti á palli hjá okkur þar sem grillmeistarinn mikli er á leiðinni inni með kjet og pylsur fyrir kvöldverðinn nú í kvöld. Maður er bara að komast í fínasta gír fyrir Laugavegsferðina í næstu viku og farinn að verða spenntur Smile


Fallegt sólarlag í Hrafnshöfðanum

Þriðjudagur 7. júlí 2009

Á sumarkvöldum getur sólarlagið oft verið mjög fallegt séð af pallinum okkar í hér Hrafnshöfðanum, en Hrafnshöfði er gatani sem við búum við í Mosfellsbænum. Í kvöld var sólarlagið mjög skemmtilegt. Sjálfsagt á ég langt í að verða ljósmyndaséní en vonandi skilar þessi mynd einhverju af fallegri stemmingu kvöldsins.

 

IMG_1070[1]

Bloggfærslur 9. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband