Litið við í Laugavatnshellum

Fimmtudagur 30. júlí 2009

Um kaffileitið í dag var haldið af stað í Mosfellsbæinnn úr sumarbústað fjölskyldunnar sem við höfum dvalist í síðan á þriðjudag. Á leiðinni var komið við í Laugarvatnshellum, sem staðsettir eru á Lyngdalsheiðarleiðinni, milli Þingvalla og Laugavatns. Þetta eru stórmerkir hellar sem hafa verið gerið af mannahöndum, smá saman gegnum tíðina. Á fyrri hluta síðustu aldar var búið í hellunum og segir sagan að þarna hafi ekkert verið síðra að búa en í torfbæjum, enda voru smíðaðir veggir, hurðir og gluggar upp í opið ásamt því að smíða tréverk innandyra eins og hefðundið var bæjum þessa tíma. Þarna er gaman að stoppa enda eru hellarnir stutt frá veginum.

IMG_5217[1]

Mynd dagsins er af mér framan við Laugarvatnshellana. Brakandi blíða var í dag og gaman að kíkja aðeins á hellana. Þarna var margt um manninn enda hávertíð ferðalaga þessa daganna.

 


Hvað er í pottinum?

Miðvikudagur 29. júlí 2009

Í dag dvöldum við fjöskyldan áfram í blíðunni í sumarhúsi fjölskyldunnar í Úthlíð í Biskupstungum. Fyrir utan er heitur pottur sem er gríðarlega vinsæll, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar.

IMG_5158[1]

Þó við höfum brallað ýmislegt í dag valdi ég mynd úr "pottinum" sem mynd dagsins en þar er jafnan mikið fjör, eins og gefur að skilja Smile. Á myndinni eru frá vinstri Ágúst Logi, Kristinn Þór (systursonur Ingu, ég og Þorsteinn Ingi (systursonur Ingu) og Magnús Árni.


Af stað í sumarbústað

Þriðjudagur 28. júlí 2009

Í blíðunni í dag drifum við okkur fjölskyldan (ásamt fósturdrengjunum tveimur) í sumarbústað fjölskyldunnar sem er staðsettur í Úthlíð í Biskupstungum. Bústaðurinn er þar á besta stað og er ætlunin að við fjölskyldan verðum þar fram á fimmtudag. Alltaf mjög gaman að fara í sumarbústað!

 

IMG_5203[1]

Mynd dagsins er af sumarbústaðnum góða en ég hef ekki áður sýnt mynd af honum hér á síðunni. Bústaðnum fylgja reyndar þrjú minni hýsi; gestahús, potthús og geymslu-/eldhús. Þau sjást nú lítið á þessari mynd en þetta er mikill sælureytur. Af svölunum sem sjást á þessari mynd er útsýni beint yfir á Heklu.


Bloggfærslur 30. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband