30.7.2009 | 21:29
Litið við í Laugavatnshellum
Fimmtudagur 30. júlí 2009
Um kaffileitið í dag var haldið af stað í Mosfellsbæinnn úr sumarbústað fjölskyldunnar sem við höfum dvalist í síðan á þriðjudag. Á leiðinni var komið við í Laugarvatnshellum, sem staðsettir eru á Lyngdalsheiðarleiðinni, milli Þingvalla og Laugavatns. Þetta eru stórmerkir hellar sem hafa verið gerið af mannahöndum, smá saman gegnum tíðina. Á fyrri hluta síðustu aldar var búið í hellunum og segir sagan að þarna hafi ekkert verið síðra að búa en í torfbæjum, enda voru smíðaðir veggir, hurðir og gluggar upp í opið ásamt því að smíða tréverk innandyra eins og hefðundið var bæjum þessa tíma. Þarna er gaman að stoppa enda eru hellarnir stutt frá veginum.
Mynd dagsins er af mér framan við Laugarvatnshellana. Brakandi blíða var í dag og gaman að kíkja aðeins á hellana. Þarna var margt um manninn enda hávertíð ferðalaga þessa daganna.
Bloggar | Breytt 4.8.2009 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 21:20
Hvað er í pottinum?
Miðvikudagur 29. júlí 2009
Í dag dvöldum við fjöskyldan áfram í blíðunni í sumarhúsi fjölskyldunnar í Úthlíð í Biskupstungum. Fyrir utan er heitur pottur sem er gríðarlega vinsæll, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar.
Þó við höfum brallað ýmislegt í dag valdi ég mynd úr "pottinum" sem mynd dagsins en þar er jafnan mikið fjör, eins og gefur að skilja . Á myndinni eru frá vinstri Ágúst Logi, Kristinn Þór (systursonur Ingu, ég og Þorsteinn Ingi (systursonur Ingu) og Magnús Árni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 21:08
Af stað í sumarbústað
Þriðjudagur 28. júlí 2009
Í blíðunni í dag drifum við okkur fjölskyldan (ásamt fósturdrengjunum tveimur) í sumarbústað fjölskyldunnar sem er staðsettur í Úthlíð í Biskupstungum. Bústaðurinn er þar á besta stað og er ætlunin að við fjölskyldan verðum þar fram á fimmtudag. Alltaf mjög gaman að fara í sumarbústað!
Mynd dagsins er af sumarbústaðnum góða en ég hef ekki áður sýnt mynd af honum hér á síðunni. Bústaðnum fylgja reyndar þrjú minni hýsi; gestahús, potthús og geymslu-/eldhús. Þau sjást nú lítið á þessari mynd en þetta er mikill sælureytur. Af svölunum sem sjást á þessari mynd er útsýni beint yfir á Heklu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)