27.7.2009 | 23:56
Skemmtilegt ættarmót
Mánudagur 27. júlí 2009
Um kaffileitið í dag fór ég ásamt sonunum á lítið ættarmót sem ákveðið var að halda í föðurættinni hennar mömmu. Inga komst ekki með okkur þar sem hún er búin að liggja meira og minna í flensu síðustu daga. Á ættarmótinu í dag hittust afkomendur systkynanna Péturs Ágústar (móðurafa míns) og Sigríðar Árnabarna. Pétur afi átti 2 dætur og Sigríður 2 syni og eina dóttur. Þetta var vaskur hópur sem hittist í Garðabænum, heima hjá Herdísi, einu barnabarni Sigríðar. Hópurinn var svo sem ekki nema um 50 manns með mökum og börnum og flest þekkjumst við. Við áttum saman mjög góða stund og þetta var mjög skemmtilegt. Sérstaklega var nú mikilvægt að "uppfæra" barnalista hjá hverjum og einum enda stækka þessi börn ótrúlega hratt.
Mynd dagsins er af þátttakendum á ættarmótinum. Auðvitað komust ekki alllir og nokkrir voru farnir þegar hægt var að smala fólki saman fyrir myndartökur. Einnig gekk erfiðlega að hafa börnin öll saman og fá þeirra eru á myndinni. En ótrúlega fallegt fólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 23:35
Berir að ofan í tölvuleik
Sunnudagur 26. júlí 2009
Eftir að hafa vaknað þriðja daginn í röð kl. 6 með Ágústi Loga vegna fótboltamótsins REY-CUP var kærkomið að geta lagt sig aðeins undir hádegi. Ágúst var reyndar sjálfur mjög ánægður með daginn þar sem hann hafði verið hetja Aftureldingar í leik morgunsins þar sem þeir félagar lögðu Víkiniga í vítaspyrnukeppni. Hann náði að verja lokaspyrnu Víkinga og þar með tryggja sínum mönnum sigur. Eftir hádegið fengum við góða gesti í kaffi; fyrst mikla vinkonu okkar, frú Sigríði kartöfludrottningu frá Akureyri og síðan Styrmi svila minn ásamt Önnu Dagbjörtu dóttur hans. Seinni partinn fóru allir piltarnir á heimilinu í sívinsælan tölvuleik sem heitir EYETOY. Í honum er myndavél tengd við tölvuna (playstation) og piltarnir keppa í ýmsum þrautum úti á gólfi þar sem reynir á líkamlega þætti, þrótt og atgervi. Þetta er mjög sniðugt enda er þarna búið að sameina heimspeki íþróttaálfsins og tölvuleiki.
Mynd dagsins er tekin inn í herbergi hjá Ágústi Loga og sýnir Magnús Árna, Kristinn Þór og Ágúst Loga í EYETOY tölvuleiknum. Þar gegnur mikið á og voru drengirnir orðnir rjóðir og sveittir eftir átökin - og sumir komnir úr að ofan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 23:09
Fræknir frændur
Laugardagur 25. júlí 2009
Í gær komu tveir frændur í heimsókn til okkar. Það eru þeir Kristinn Þór (8 ára) og Þorsteinn (2 ára) synir Kristínar Erlu, systur Ingu. Þeir bræður ætla að dveljast hjá okkur í heila viku. Það má því búast við að það verði líf í tuskunum hjá okkur næstu daga. Nú undir kvöld fór Ágúst Logi í grillveislu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og ball á Brodway á eftir. Þessi viðburðir eru hluti af skemmtidagsskrá fótboltamótsins REYCUP sem Ágúst Logi er að taka þátt í þessa dagana. Eftir að hafa skutlað Ágústi og nokkrum félögum hans í Fjölskyldugarðinn, fór ég með hina drengina þrjá á menningarsetrið KFC hér í Mosfellsbæ. Það er semsagt kjúklingastaður þar sem stór leikgrind fyrir krakka með rennibrautum. Við fengum okkur í svanginn og dvöldum þar í góða stund þannig að húsfreyjan á heimilinu fékk mjög gott frí frá barnaumstangi
Mynd dagsins er tekin við leikgrindina á vetingastaðnum KFC nú í kvöld og sýnir frá vinstri Magnús Árna, Kristinn Þór og Þorstein. Það var mikið fjör hjá okkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)