2.7.2009 | 00:12
Tjaldað úti í garði
Miðvikudagurinn 1. júlí 2009
Í dag var fínasta veður hér í Mosó. Ágúst Logi var settur í að slá garðinn og eftir það fékk hann að sækja bróður sinn snemma á leiksskólann. Þeir bræður ætluðu að tjalda úti í garði sem þeir og gerðu. Mikið sport og stuð á drengjunum við þetta. Dýnur, bækur og fleira dót var komið inn í tjaldið þegar við foreldrarnir komum heim seinni partinn - mjög skemmtilegt
Mynd dagsins er af Magnús Árna og Elísabetu vinkonu hans að leika í tjaldinu úti í garði í dag - brjálað stuð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)