5 ára MBA-endurfundir

Föstudagur 5. júní 2009

Í dag eru nákvælega, upp á dag, 5 ár síðan ég útskrifaðist úr MBA námi í Háskóla Reykjavíkur. Ég var þar við nám 2002-2004 en námið miðaðist við að hægt væri að vinna samhliða. Við vorum 28 saman í bekk og var námið með sérstakri áherslu á mannauðsstjórnun. Þetta var rosalega fínn hópur og námið var mjög skemmtilegt þó það hafi tkið gríðarlegan tíma á meðan á því stóð. Í kvöld var ákveðið að halda upp á tímamótin. Ein úr hópnum, Bára Mjöll, bauð okkur heim til sín í Kópavoginn. Á grillið var skellt nautasteik, skötusel og kjúklingi og meðlætið var mjög við hæfi. Við áttum sman frábæra kvöldstund þar sem farið var yfir helstu fréttir af fólkinu, þjóðmálin voru krufin - og ekki síst rifjaðar upp ýmsar skrýtnar og skemmtilegar sögur úr skólanum.

 

IMG_0739

Mynd dagsins er úr MBA-endurfundaboðinu. Við tókum enga sérstaka hópmynd en til að minna mig á þetta skemmtilega boð valdi ég þessa fínu mynd af Ingu og skólasystrum mínum, þeim Hrönn og Sigrúnu Birnu. Í baksýn grillir í veisluborðið.


21 sinni Illgresi

Fimmtudagur 4. júní 2009

Síðustu tvær vikur hef ég tekið þátt í skemmtilegu verkefni í vinnunni. Það fólst í því að heimsækja heimilisfólk á öllum hjúkrunardeildum Hrafnistuheimilanna fjögurra. Með mér í för var Guðmundur Ólafsson leikari sem setti saman 20 mínútna dagskrá upp úr ljóðabókinni Illgresi sem er eftir Magnús Stefánsson sem reyndar notaði skáldanafnið Örn Arnarson. Magnús orti töluvert af þekktum ljóðum, sérstklega meðal eldri kynslóðarinnar. Í dag er "Hafið bláa, hafið" sjálfsagt hans þekktasta ljóð (ljóðið heitir reyndar "Sigling"). Við heimsóttum heimilisfólk á öllum deildum eða 21 heimsókn alls. Hugmyndin var að það myndi skapast heimilisleg stemming inn á hverri deild, ekki síst hjá þeim sem veikastir eru. Ég held að það hafi tekist vel og það var mjög gaman að eiga stund með heimilisfólkinu sem var mjög þakklát fyrir framtakið.

 

IMG_0724

Mynd dagsins er af Guðmundi Ólafssyni leikara að flytja efni úr Ljóðabókinni Illgresi á einni hjúkrunardeild Hrafnistuheimilanna. Mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni með Guðmundi sem gerði þetta gríðarlega vel. 


Bloggfærslur 7. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband