25.6.2009 | 23:52
Doktorsvörn í Háskólanum
Fimmtudagur 25. júní 2009
Eftir hádegi í dag brá ég mér á doktorsvörn í Háskóla Íslands. Það var bekkjarbróðir minn úr lyfjafræðinni, Skúli Skúlason, sem var að verja doktorsritgerð sína, Bioadhesive Drug Delivery Systems in the Treatment of Oral Conditions Including Cold Sores and Aphthous Ulcers. Án þess að fara að lýsa verkefninu nákvæmlega var markmið þessa rannsóknarverkefnis hans að þróa lyfjaform til lyfjagjafar á slímhúðir með áherslu á tvo sjúkdóma, annarsvegar munnangur og hins vegar frunsur. Skúli hefur unnið að þessu verkefni alveg síðan við útskrifuðumst úr lyfjafræðinni árið 1998. Hann hefur ásamt fleirum stofnað fyrirtæki kringum verkefnið og hlotið ýmsar viðurkenningar og styrki. Vonandi á hann eftir að slá í gegn með málið á næstu árum.
Mynd dagins er úr doktorsvörninni í dag, og sýnir Skúla sjálfan í ræðustól að kynna meistaraverkið. Vörnin fór fram í hátíðarsal Háskóla Íslands og var mjög flott en hátíðleg athöfn. Gaman að sjá þetta og Skúli stóð sig glæsilega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 23:33
Afmæli Ágústar Loga
Miðvikudagurinn 24. júní 2009
Frumburðurinn, Ágústi Logi, er 13 ára í dag. Hann hélt upp á afmælið í gærkvöldi með helstu vinum sínum því seinni partinn í dag fór hann að keppa með Aftureldingu í fótbolta (4. flokki). Knattspyrnan gekk nú aldeilis vel hjá afmælisdrengnum. Hann var varamaður í A-liðinu sem vann HK 11-0 og svo spilaði hann allan leikinn hjá B-liðinu sem vann Kópavogsdrengina bara 12-3. Eftir leikinn fórum við fjöslkyldan út að borða og afmælisdrengurinn valdi veitingastaðinn American Style þar sem við fengum okkur hamborgara. Í næstu viku verður svo haldið upp á afmælið fyrir stórfjölskylduna vegna anna hjá okkur næstu daga.
Mynd dagsins er af Ágústi Loga, afmælisdreng. Til hamingju með afmælið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)