Fæðingarveisla folaldsins Dulúðar

Sunnudagurinn 21. júní 2009

Í dag dvöldum við fjölskyldan í Unnarholtskoti, rétt við Flúðir. Þar býr Kristín Erla mágkona mín ásamt fjölskyldu sinni. Piltarnir okkar, Ágúst og Magnús, voru hjá þeim um helgina en reyndar er Ágúst búinn að vera hjá þeim í heila viku. Síðast liðna nótt kom fallegasta folald í heiminn hjá þeim í kotinu. Það var búin að ríkja mikil spenna hjá krökkunum fyrir tímamótunum og ekki síður hjá sveitungunum sem flykktust að til að skoða gripinn í dag Tounge Fæðinguna þurfti að halda upp á og sjálfsagt voru yfir 20 manns í kaffi í Unnarholtskoti í dag, þegar mest var. 

IMG_0976[1]
 

Mynd dagsins er af folaldinu Dulúð, sem er hér rúmlega 12 klst gamalt, með mömmu sinni.


Fjórréttað eftir Fimmvörðuháls

Laugardagur 20. júní 2009

Í kvöld mættum við Inga í matarboð í Kópavoginn til Erlings og Heidu vinafólks okkar. Við komum þangað frekar þreytt og glorsoltin en nú í nótt gengum við skötuhjúin saman yfir Fimmvörðuháls. Við fórum af stað frá Skógum um kl 10 í gærkvöldi í blíðskaparveðri og ekki sást skýhnoðri á himni fyrr en seint um nóttina. Veðurblíðan hefur sjálfsagt ýtt vel undir að Fimmvörðuhálsinn var "heitasti" staður landsins þessa nóttina því mjög margir urðu á vegi okkar á leiðinni. Þetta var hreint æðisleg ganga; mjög notalegt hitastig og heiðskýrt alla nóttina. Við komum niður í Bása í Þórsmörk um kl 5 í morgun og ætlunin var að ná morgunrútunni úr Húsadal til baka. Því miður kom smá babb í bátinn þar sem göngubrúin yfir Krossá var stödd upp á þurru landi. Þá voru góð ráð dýr en sem betur fer þurftum við ekki að bíða lengi áður en við náðum að húkka far niður á Hvolsvöll (brjáluð umferð þó það væri komið undir morgun). Á Hvolsvelli beið bíllinn okkar eftir okkur og lögðum við okkur í honum áður en brunað var í bæinn til að sofa.   En aftur að matarboðinu nú í kvöld - Erlingur og Heida buðu upp á fjórréttað veisluborð en auk okkar voru í matarboðinu vinafólk okkar Ástþór og Sigrún, og Sævar og Hafdís. Þetta var mikil veisla eins og við var að búast og eftir hvern snilldarréttinn á fætur öðrum og nokkra "Mojito" var maður saddur og sæll og náði leikandi að vaka til að ganga fjögur CoolCoolCool Alveg frábær dagur Smile

IMG_0967[1]

Mynd dagsins er úr matarboðinu í kvöld. Á myndinni eru frá vinstri: Ástþór, Erlingur, Sævar, Heida, Inga, Sigrún og Hafdís.


Bloggfærslur 22. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband