21.6.2009 | 23:36
Magnús Árni á sundnámskeiđi
Föstudagur 19. júní 2009
Í morgun kom ég viđ í Varmárlaug hér í Mosó en ţá var "áhorfendatími" á sundnámskeiđi Kobba krókódíls og Hönnu hafmeyju. Ţetta er 2ja vikna sundnámskeiđ fyrir 5 -6 ára krakka ţar sem mćtt er daglega og fariđ er yfir hagnýt grunnatriđi auk ţess sem góđur tími er gefinn til ađ leika sér. Magnús Árni og nćr allir krakkarnir á leikskóladeild Lágafellsskóla voru á sundnámskeiđinu og Mosfellsbćr var svo flottur á ţví ađ bćrinn bauđ upp á rútuferđir milli leiksskóla og Varmárlaugar.
Ţađ var mikiđ fjör ţegar ég kíkti viđ í Varmárlaug og gaman ađ kíkja á krakkana. Mynd dagsins er af Magnúsi Árna í góđum gír í lauginni.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009 | 23:12
Fótboltaferđ til Akureyrar
Fimmtudagur 18. júní 2009
Seinni partinn í dag brá ég mér í stutta ferđ til Akureyrar. Knattspyrnuliđ Aftureldingar í meistaraflokki karla var ađ fara ađ keppa viđ KA í bikarkeppni KSÍ. Mér bauđst ađ fara međ sem liđsstjóri í forföllum beggja ađal liđstjóranna. Ţrátt fyrir sól og blíđu í höfuđborginni var skýađ, vindur og skítakuldi á Akureyri í kvöld. Flogiđ var báđar leiđir međ Flugfélagi Íslands og ég var kominn heim upp úr kl 10. Ţrátt fyrir ađ hafa sinnt liđstjóra hlutverkinu af mikilli alúđ dugđi ţađ ekki til og heimamenn í KA fóru međ sigur af hólmi, 3-1. Engu ađ síđur bara skemmtilegt ađ fara međ í ţessa ferđ og kíkja ađeins á Akureyri.
Mynd dagsins er tekin úr liđsstjórasćtinu af varmannabekknum á Akureyrarvelli í kvöld. Leikurinn í fullum gangi og í forgrunni er Ólafur ţjálfari ađ gefa skipanir til sinna manna.
Bloggar | Breytt 22.6.2009 kl. 00:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)