13.6.2009 | 23:22
Tónleikar í Borgarnesi
Laugardagur 13. júní 2009
Í morgun tók ég ţátt 17 km fjallahlaupi hér í Mosfellsbćnum. Ţađ var mjög gaman og gekk merkilega vel. Eftir hádegiđ fórum viđ fjölskyldan upp í Borgarnes. Ágúst og Magnús skelltu sér í sundlaugina ásamt Rúnari Inga frćnda sínum og fengu sér ís á eftir. Á međan fórum viđ Inga, ásamt Jónu systur hennar, á tónleika í Borgarneskirkju en ţar fer nú fram tónlistarhátíđin ÍsNord. Ţađ verđur nú ađ viđurkennast ađ ađal ástćđa fyrir veru okkar á tónleikunum var ađ Guđrún, systir Ingu, var ađ syngja á tónleikunum. Guđrún býr í Stuttgart ţar sem hún starfar sem söngkona, en hún kom í stutta ferđ til Íslands vegna tónleikanna. Ţađ er alltaf gaman ađ fá Guđrúnu í heimsókn til landsins og heyra hana syngja. Eftir tónleikana fórum viđ öll til baka í Mosó og grilluđum hrúgur af lambakjöti. Alveg mjög skemmtilegur dagur
Mynd dagsins er frá tónleikunum í Borgarneskirkju. Guđrún mágkona mín ađ syngja en Jónína Arnardóttir situr viđ flygilinn.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2009 | 22:48
3 systur og strákasúpa
Föstudagur 12. júní 2009
Ţađ var fjölmenni viđ matarborđiđ hjá okkur í Hrafnshöfđanum nú í kvöld. Kristín Erla systir Ingu , sem býr á Flúđum, var í bćnum ásamt börnum og Jóna systir Ingu, sem býr á Akureyri var einnig í kaupstađarferđ ásamt Rúnari syni sínum. Viđ hittumst öll og borđuđum saman, ađ undanskilinni Önnu Dagbjörtu, dóttur Kristínar, sem fór frekar í Kringluna međ ömmu sinni. Eins og gefur ađ skilja var mikiđ fjör í kvöldmatnum ţegar systurnar ţrjár komu saman ásamt 6 strákum (ég talinn međ) - mjög gaman
Mynd dagsins er af kvöldverđarborđinu í Hrafnshöfđaunum í kvöld. Á myndinni eru frá vinstri: Inga, Ţorsteinn litli, Ágúst Logi, Magnús Árni og Rúnar Ingi. Nćst á myndinni eru Kristinn Ţór, Kristín Erla og Jóna.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)