10.6.2009 | 23:30
Gullmolinn Garðskagaviti
Miðvikudagur 10. júní 2009
Seinni partinn í dag var ég staddur við Garðskagavita sem er út á Reykjanestá, rétt við þorpið Garðinn. Úti var glampandi sól og nánast logn. Svæðið við vitanna hefur verið tekið í gegn á síðustu árum og er nú orðið mjög skemmtilegur ferðamannastaður t.d. komin áhugaverð upplýsingakort um svæðið. Þarna er falleg sand-strandlegja með mjög miklu fuglalífi. Jafnframt er aðgenig að gamla vitanum orðið mjög gott og skemmtilegt og mikið útsýni í góðu veðri. Við vitanna er svo listagallerý og byggðasafn. Mæli með þessum stað sem fínasta sunnudagsbíltúr - sannarlega gullmoli þar sem hægt er að eiga fínan dag.
Mynd dagsins er af Garðskagavita í dag. Reyndar eru vitarnir tveir, sá sem er nær var byggður upp úr 1940 en sá sem er fjær var byggður fyrir árið 1900. Myndin er tekin af svölunum á safninu við vitanna en á 2. hæð safnsins er staðsett kaffihús þar sem var æðislegt að sitja í sólinni í dag, horfa út á sjóinn og njóta lífsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 00:02
Sumarfríið byrjað á sýklaheimsókn
Þriðjudagurinn 9. júní 2009
Sumarfríið hans Ágústar Loga byrjaði formlega í gær. Það byrjaði nú kannski ekki nógu skemmtilega þar sem undir kvöld var kappinn komin undir sæng strax eftir kvöldmat með hausverk og flökurleika. Þetta versnaði frameftir kvöldi en undir miðnætti tókst honum að loks að sofna. Í dag tók Ágúst Logi rólega og hafði það bara nokkuð gott undir sænginni - las bækur, spilaði PlayStation o.fl. Hann var allur að braggast seinni partinn og alveg til í að vera á ljósmynd dagsins.
Mynd dagsins er því af sumarleyfisdrengnum Ágústi Loga undir sæng að láta sér batna. Þó sumarfríið hafi ekki byrjað vel var hann nú allur að braggast nú undir kvöld, búinn að fá Halla vin sinn í heimsókn og verður klár í slaginn á morgun til að byrja sumarfríið með stæl!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)