Magnús Árni lærir að hjóla

Miðvikudagur 6. maí 2009

Það var frábært veður í dag. Eftir vinnu og leikskóla fórum við Magnús Árni út í garð í vorverkin og vorum bara nokkuð duglegir. Hápunktur dagsins verður nú samt að teljast þegar við skrúfuðum hjálpardekkin undan hjólinu hans Magnúsar og hann lærði að hjóla án hjálpardekkjanna. Mjög gaman að upplifa þetta með honum og þetta gekk bara ótrúlega vel.

 

IMG_0306[1]

Á mynd dagsins sést Magnús Árni á hjólinu - búinn að læra að hjóla án hjálpardekkjanna. Hann datt nú ótrúlega lítið og var hinn duglegasti.


Bloggfærslur 6. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband