5.5.2009 | 23:19
Strákarnir pulsa sig upp!
Þriðjudagur 5. maí 2009
Inga var á kvöldvakt í kvöld þannig að við strákarnir vorum einir heima. Þetta gerist u.þ.b. einu sinni í viku og þá getum við haft spennandi "strákamat". Við höfum reyndar oft fisk við þessi tækifæri en í kvöld völdum við eitthvað mjög fljótlegt til að elda og borða þar sem það var spennandi fótboltaleikur í sjónvarpinu - meistaradeildin. Það var því ofan á að við fengum okkur gamla góða þjóðarrétt Íslendinga - pylsur!
Mynd dagsins er að strákunum, Magnúsi Árna og Ágústi Loga að pulsa sig upp á strákakvöldi heimilisins!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 00:48
Hversdagslegu hlutirnir eru líka skemmtilegir
Mánudagur 4. maí 2009
Ég var nokkuð þreyttur í dag þó ég hafi sofnað vel og snemma. Vinnudagurinn hefðbundinn en skemmtilegur og í ýmis horn að líta eftir langa helgi.
Myndin í dag er af mér ásamt Magnúsi Árna og Elísabetu Tinnu vinkonu hans. Við vorum að spila dýra-yatzy sem er mjög vinsælt. Ég valdi þessa mynd til að minna mig á að hversdagslegu hlutirnir geta líka verið mjög skemmtilegir og gefandi - það þarf ekki alltaf að vera eitthvað stórmerkilegt að gerast til að það sé gaman að lifa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 00:28
Gustaði vel á göngugarpa
Sunnudagurinn 3. maí 2009
Í dag var stóri dagurinn - Hvannadalshnjúksganga á dagskrá! Í stað þess að fara sofa um miðnætti eins og maður gerir venjulega, fór gönguhópurinn út í rútu frá gistiheimlinu Hvoli og keyrði að Sandfelli þar sem gangan á Hvanndalshnjúk hófst um kl. 1:30. Þrátt fyrir myrkur í upphaf ferðar var skemmtileg upplifun að sjá halarófu göngugarpa liðast um í myrkrinu, allir með höfuðljós. Veðrið var fínt í byrjun og töluvert var um aðra gönguhópa - líklega um 100-200 aðrir að klífa tindinn á þessum morgni í 4-5 misstórum hópum. Við vorum komin á jökulinn sjálfan um kl 7. Þá festum við okkur í línum og lögðum í brekkuna löngu. Mjög fljótlega fór þó að hvessa mjög hraustlega og við gengum í þoku og kófi. Eftir um 2 klst datt farastjórinn í línunni okkar 2-3 metra niður í sprungu. Honum varð þó ekki meint af þó hann tapaði GPS tækinu sem við vorum að ganga eftir. Hann var vasklega hífður upp og ferðinni haldið áfram. Eftir um 3 tíma brölt í þessar óspennandi veðuraðstæður vorum við komin í um 1800 metra hæð. Þá var ákveðið að láta gott heita og snúa niður aftur. Flestir hinir hóparnir á fjallinu höfðu gert það sama enda töluvert algengt að veðrið trufli göngugarpa í efsta hluta tindsins.
Mynd dagsins er að sjálfsögðu tekin á Hvannadalshnjúk. Þarna erum við í um 1500 m hæð. Í efri hluta tindsins var lítið um myndatökur vegna kulda og vinds en ég gat þó ekki annað en dregið upp myndavélina þegar 10 austurískir skíðamenn birtust skyndilega út úr kófinu og renndu sér fagmannlega niður jökulinn. Þó að toppnum hafi ekki verið náð í þetta skiptið var ferðin öll hin skemmtilegasta!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2009 | 00:05
99 ára og keyrir ennþá bíl
Laugardagur 2. maí 2009
Dagurinn í dag má með sanni kallast laugardagurinn langi. Við Inga erum ásamt mosfellska gönguhópnum að bíða eftir góðu veðri til að ganga á Hvannadalshnjúk. Fljótlega eftir að við vöknuðum á gistiheimilinu Hvoli kom í ljós að besta veðrið til að ganga á hnjúkinn yrði líklegast að fara upp úr miðnætti og byrjað yrði að ganga milli 1 og 2 um nóttina. Dagurinn fór því aðallega í að bíða og hvíla sig vel fyrir gönguna miklu. Um miðjan dag skellti hópurinn sér þó í skoðunarferð á Núpsstað sem er í næsta nágrenni við gisitiheimilið. Þar er gömul kapella og bæjarstæði í ótrúlega fallegu umhverfi - eitt það fallegast á landinu. Ekki spillti svo fyrir að ábúandinn, Filippus Hannesson kom og heilsaði upp á okkur - kappinn verður 100 ára í desember, keyrir bíl og er allur hinn hressasti.
Mynd dagsins er af Filippusi ábúanda á Núpsstað fyrir utan íbúðarhúsið sem byggt var upp úr 1920. Filippus kom keyrandi heim að bænum þegar við vorum þarna að skoða svæðið. Mjög gaman að tala við karlinn sem var alveg ótrúlega hress - heyrði vel og var hnyttinn í tilsvörum, ekki hægt að sjá að hér væri 99 ára maður á ferð. Hvet alla til að stoppa á Núpsstað og ganga um svæðið - mjög fallegt og skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)