Út að hlaupa á afmælisdaginn hans Ástþórs

Þriðjudagur 26. maí 2009

Dagurinn í dag var nokkuð annasamur í vinnunni þar sem ég var í orðsins fyllstu merkingu að hlaupa milli funda. Þegar heim var komið hjálpaði ég Ágústi Loga að læra fyrir dönskupróf en um 10 leitið skellti ég mér út að hlaupa enda frábært útivistarverður. Svo átti ég gott spjall við Ástþór vin minn, sem á afmæli í dag, áður en sest var við tölvuna að sinna ýmsum vinnutengdum erindum.

IMG_0528

Mynd dagsins er af afmælisbarninu Ástþóri, einum besta vini mínum en hann varð 38 ára í dag blessaður karlinn. Ekki var um neina afmælisveislu að ræða í kvöld þar sem hann þurfti að vinna frameftir en úr því verður bætt um helgina. Þessa mynd af Ástþóri tók ég síðasta laugardag þegar við félagarnir vorum í sjóstangaveiði. Ansi hreint skemmtileg og ekki hægt að segja annað en Ástþór hafi verið hrifinn af aflanum Smile


Bloggfærslur 27. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband