25.5.2009 | 23:50
Hrói Höttur fyrir svefninn
Mánudagur 25. maí 2009
Magnús Árni fór á bókasafnið í dag með mömmu sinni og kom heim með hrúgu af skemmtilegum bókum. Það var því mikið úrval í boði þegar lesa átti kappan í svefn nú í kvöld. Fyrir valinu var hin klassíska saga af Hróa Hetti í 30 ára gamalli útgáfu (eða svo) a.m.k. var þessi bók ein af mínum uppáhaldsbókum þegar ég var strákur.
Mynd dagsins tók Inga af okkur Magnús Árna - komnir upp í rúm að lesa Hróa Hött
Bloggar | Breytt 26.5.2009 kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 23:36
Skrímslin sigruðu geimverurnar!
Sunnudagur 24. maí 2009
Þó Inga hafi dregið mig út að hlaupa nettan 14 km hring í Mosfellsbænum ætla ég að tengja daginn í dag við bíóferð fjölskyldunnar. Í dag fórum við fjölskyldan í Kringlubíó og sáum stórmyndina Skrímslin gegn geimverunum (Monsters vs. Aliens). Fyrir áhugasama þá er söguþráðurinn á þá leið að geimverur vilja taka yfir jörðina. Þegar hefðbundinn herafli og vopn vinna ekki á geimverunum er farið í leyndasta fangelsi heimsins sem geymir skrímsli sem jörðin hefur alið af sér (sem eru ægilega góð inn við beinið). Samið er við skrímslin um að sigri þau geimverurnar fái þau frelsi - og að sjálfsögðu endar þetta vel og allir verða vinir - spennandi!!!
Mynd dagsins er að Ágústi og Magnúsi að græja sig í bíóið. Þar sem myndin er í þrívídd (3D) fengu allir bíógestir forláta gleraugu til að njóta myndarinnar - bara til öryggis skal tekið fram að Magnús borðaði ekki allt þetta popp einn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)