22.5.2009 | 10:38
Pallurinn pússaður
Fimmtudagur 21. maí 2009
Nágrönnum okkar til mikillar ánægju vorum við Inga mætt út á pall í morgun kl. 8:15 stundvíslega. Markmiðið var að pússa "gólfið" á pallinum sem er við húsið okkar (um 70 fermetrar) og mála. Er þetta gert með græjum sem gefa frá sér tilheyrandi hávaða. Það er heilmikil vinna að eiga svona pall sértaklega þar sem við ákváðum í fyrra að skipta um lit á honum. Í fyrra sumar fóru ófáar vinnustundir í að pússa handriðið á pallinum. Í rauninni svo margar að við náðum ekki að klára gólfið. Nú er hins vegar komið að því að klára þetta eilífðar verkefni. Pússun á pallinum gekk vel í blíðnunni í dag og upp úr kaffi var hægt að byrja mála gólfið. Við getum svo klárað að pússa restar, mála handrið og gólf á næstu 2-3 vikum. Þá ætti fara að sjá fyrir endann á þessu risaverkefni.
Mynd dagsins er af okkur Ingu í fullri aksjón við að pússa gólfið á pallinum. Mikið hrikalega er gott að vera búinn að ljúka þessu af
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2009 | 10:24
Fundahöld á Fjörukránni
Miðvikudagur 20. maí 2009
Lunganum af deginum í dag (og reyndar kvöldinu líka) varði ég inni á Fjörukránni í Hafnarfirði. Þar var ég á vorfundi Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu (FSÍÖ). Um 80 þátttakendur voru á fundinum sem heppnaðist mjög vel í þessu annars óvenjulega fundaumhverfi. Í lok fundar var farið í móttöku til bæjarstjórans í Hafnarfirði í Bungalowið, sem er nýuppgert, sögufrægt hús í Firðinum. Að móttöku lokinni var haldið aftur á Fjörukránna þar sem okkur var boðið upp á ljómandi fínan kvöldverð og víkingasöng.
Mér fannst vel við hæfi að mynd dagsins væri af Fjörukránni. Aldeilis mjög vel heppnað fyrirbæri í ferðamennskunni hér á landi. Mjög gaman að koma þarna og gaman að sjá metnaðinn í öllum smáatriðum í starfseminni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)