Kardimommubærinn klikkar ekki!!!

Sunnudagur 26. apríl 2009 

Við fjölskyldan smelltum okkur í Þjóðleikhúsið og sáum Kardimommubæinn í dag. Eins og við var að búast var þetta alveg glæsileg sýning sem hægt er að mæla með fyrir alla; kerlingar og karla. Mjög vel útfærð og mikið lagt í sviðsetningu og fjör - og þjónar alveg tilgangi sínum að hrífa mann með. Ekki spillti svo fyrir að við vorum á 4. bekk fyrir miðju sem reyndist svo vera fremsti bekkur vegna hljómsveitargryfjunnar. Það er því óhætt að segja að við höfum fengið Kardiommubæinn beint í æð. Líkt og með "Dýrin í Hálsaskógi" er þetta ótrúlega tímalaust leikrit og verður örugglega sett upp að 10-15 árum liðnum sem hefur verið tíðnin á uppsetningum á þessum frábæru leikritum.

IMG_0195[1] 

Myndin í dag sýnir Ingu og strákana í Þjóðleikhúsinu - allir klárir í slaginn fyrir Kardimommubæinn sem klikkaði ekki!


Kosningar

Laugardagur 25. apríl 2009 

Gærdagurinn skartað sínu fegursta. Glæsilegt veður og vor í lofti. Þó frúin hafi dregið mig tvisar upp og niður Esjuna, held ég nú að kosningarnar verði að teljast hápunktur dagsins. Við hjónin mættum nú ekki á kjörstað í Lágafellsskóla fyrr en um kvöldmarleytið. Þessi tímasetning var nokkuð þægileg því engin röð var í okkar kjördeild þegar við gengum í hús. Við tókum Magnús Árna með okkur, held að það sé hluti af uppeldinu að leyfa börnunum að mæta á kjörstað. Það var létt yfir fólki í kjördeild 3 sem gaf Magnúsi ópal meðan við Inga smelltum okkur inn fyrir tjöld kjörklefanna til að setja niður X-ið.

 IMG_0193[1]

Mynd dagsins er tekin af Magnúsi Árna sem er greinilega hinn efnilegasti ljósmyndari, amk sjást andlitin á okkur báðum. Myndin sýnir okkur foreldrana greiða atkvæði og að sjálsögðu kusum við bæði rétt Smile 


Bloggfærslur 26. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband