6.12.2009 | 18:52
Fyrsta bekkjarkvöld Magnúsar Árna
Þriðjudagur 1. desember 2009
Seinni partinn í dag var söguleg stund í líf Magnúsar Árna en þá fór fram fyrsta "bekkjarkvöldið" sem hann tekur þátt í Þrír foreldrar úr bekknum eru bekkjarfulltrúar og þeir þurfa að skipuleggja 2-3 uppákomur yfir veturinn þar sem reynt er fá krakkana til að hittast og eiga góða stund saman utan hefðbundinnar kennslu. Í dag var semsagt komið að fyrstu uppákomunni sem var "bekkjarkvöld" sem haldið var í skólanum frá kl. 17:30-19:00. Bekkjkarkvöldið var haldið í skólastofu krakkanna og allir áttu að koma með smávegis framlag á hlaðborð. Eftir nokkrar leiki var borðað og svo var farið í fleiri leiki áður en haldið var heim. Magnúsi Árna fannst alveg rosalega gaman og bíður nú spenntur eftir næsta bekkjarkvöldi!
Mynd dagins er tekin á bekkjarkvöld 1. HS í Lágafellsskóla nú í kvöld. Þarna er Inga (sem er ein bekkjarfulltrúanna úr hópi foreldra) að stjórna leikjum. Mikið fjör!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 18:40
Jólaföndur í 1. bekk
Mánudagur 30. nóvember 2009
Dagur í dag hófst á því að ég fylgdi Magnúsi Árna í skólann en hann stundar nám í 1. bekk í Lágafellsskóla hér í Mosfellsbænum. Í dag var jólaföndurdagur þar sem foreldrum var boðið að koma með og föndra með börnunum. Við Magnús Árni vorum saman og gátum flakkað á milli "föndurstöðva" í skólanum þar sem mismunandi föndur var í boði. M.a. máluðum plastbakka sem er þessi fína gluggaskreyting og gerðum jólapoka. Það var mikið líf og fjör í föndrinum og ekki var verra þegar gert var hlé til að borða piparkökur og fleira. Ég var svo mættur í vinnuna um kl 9:30 eftir stórskemmtilega föndurstund með 1. bekk
Mynd dagsins er tekin í stórskemmtilegri föndurstund hjá 1. bekk í Lágafellsskóla í morgun. Magnús Árni föndrari er hér í forgrunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 18:29
Fyrsta aðventukaffið
Sunnudagur 29. nóvember 2009
Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Dagurinn fór því að mestu leiti í ýmsan undirbúning fyrir jólin - leyta að skreytingum og reyna koma þeim upp. Inga tók svo vasklega rispu í jólabakstrinum og afgreiddi 2-3 sortir á stuttum tíma. Að sjálfsögðu var aðventukaffi og kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Bryndís frænka kíkti í heimsókn og var að sjálfsögðu boðið í aðventukaffið. Alveg hreint fínasti dagur og jólastemningin byrjuð að láta á sér kræla.
Mynd dagsins er frá aðventukaffi fjölskyldunnar í dag þegar kveikt var að fyrsta kertinu á aðventukransinum. Á myndinni eru Ágúst Logi, Inga, Magnús Árni og Bryndís frænka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)