Viltu í nefið vinur minn?

Þriðjudagur 22. desember 2009

Þó ég verði með þeim síðustu til að hvetja börnin mín eða aðra til tóbaksneyslu verð ég að fá að hafa þessa skemmtilegu mynd sem mynd dagsins í dag. Kringum jól eiga margir það til að staldra aðeins við og hugsa um lífið og tilveruna. Í þessum þönkum reikar hugurinn ósjaldan til samferðarfólksins og oft ekki síst þeirra sem maður hittir ekki á hverjum degi. Og þá drífur maður sig í heimsókn. Einn þessara aðila, sem tengist okkur í fjölskyldunni, er hestamaðurinn mikli Haukur Daðason sem lengst af bjó Bergholti í Biskupstungum. Haukur er einmitt einn þessara manna sem gefur lífinu lit en við hittum allt of sjaldan. Inga hefur þekkt hann alla tíð en sjálfur hef ég bara kynnst honum hin síðari ár. Strákunum finnst alltaf spennandi að hitta kappann og iðulega býður hann okkur í nefnið. Magnús Árni (6 ára) lét í fyrsta skipti þessa manndómsraun yfir sig ganga en Ágúst er öllu reyndari enda oftar komið í heimsókn til Hauks. Og auðvitað var hnerrað vel Cool

IMG_6558[1]

Mynd dagsins sýnir synina ásamt Hauki Daðasyni þar sem hann er að gefa piltunum í nefið. Þeir stóðust báðir þessa manndómsraun með mikilli reisn Smile


Bloggfærslur 28. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband