Ţeir sem trúa á jólasveinana fá auđvitađ í skóinn!!!

Fimmtudagur 17. desember 2009

Mér hefur orđiđ tíđrćtt í ţessum pistlum mínum um ţann skemmtilega íslenska jólasiđ ađ ţeir sem trúi á jólasveinana setji skóinn út í glugga á kvöldin og fái fyrir ţađ gjöf. Ţetta er auđvitađ mikiđ rćtt á mínu heimili ţar sem Magnús Árni (6 ára) spáir mikiđ í lífiđ og tilveruna hvađ ţetta varđar. Ég hef margoft bent honum á ađ ţeir sem trúa á jólaveinana fái í skóinn. Ađspurđur segi ég jafnan ađ "auđvitađ trúi ég á jólasveininn" og máli mínu til stuđnings set ég oftast skóinn út í glugga og fć eitthvađ í hann. Í nótt kom Askasleikir sjálfur og fćrđi mér mandarínu ađ góđum og gömlum siđ. Ţetta ţótt Magnúsi Árna mjög merkilegt ţví tveimur kvöldum áđur hafđi ég skrifađ Pottasleiki bréf og beđiđ um ađ hann myndi gefa mér nammi í skóinn. Pottasleikir skrifađi mér mjög bjagađri rithönd til baka ađ ţađ vćri ekki góđ hugmynd ţví ađ ég yrđi bara feitur á ađ borđa nammi. Ţar sem ég hefđi veriđ góđur strákur um daginn gaf hann mér samt einn mola í skóinn ţađ kvöldiđ Smile Ágústi Loga, eldri syni okkar er enn í fersku mynni ţegar ég fékk kartöflu í skóinn fyrir nokkrum árum en ţann dag hafđi ég veriđ frekar latur viđ uppvaskiđ og ađ hjálpa til viđ hússtörfin, ađ mati húsfreyjunnar. Hún er greinlega fljót ađ láta jólasveinana vita hvernig ég stend mig í heimilisstörfunum ţannig ađ ég er undir töluverđri "pressu" ađ standa mig vel Smile

IMG_6493

Mynd dagsins tók Magnús Árni í morgun. Ţarna er ég ađ skođa skóinn minn sem var út í glugga og  mandarínuna sem Askasleikir fćrđi mér í nótt. Ţeir sem trúa á jólasveinana fá auđvitađ í skóinn! 

 


Jólahlađborđ á Lćkjarbrekku

Miđvikudagurinn 16. desember 2009

Mmmmmmmm!!! Jólamatur er nokkuđ fyrirferđamikill í lífi mínu ţessa dagana. Í hádeginu í dag var ég í jólahlađborđi á veitingastađnum Lćkjarbrekku. Ţar voru ađ hittast gamlir skólafélagar úr Háskóla Reykjavíkur en ţar stundađi ég MBA-nám árin 2002-2004 (sjá fćrslu 5. júní 2009). Bekkurinn minn, sem í voru 28 manns, reynir ađ hittast nokkru sinnum á ári og í desember höfum viđ haft ţann skemmtilega siđ ađ fara í jólahlaborđ saman. Lćkjabrekka er sjálfsagt farin ađ tilheyra eldri veitingastöđum landsins enda ekki furđa ţví hlađborđiđ í dag var hreint glćsilegt. Ţađ mćttu líka um 20 af 28 manna hópnum og ţađ var ţví gaman ađ fá nýjar fréttir af fólkinu og rifja upp gamla tíma.

IMG_6470[1]

Mynd dagsins er tekin í jólahlađborđinu á Lćkjarbrekku í dag. Međ mér á myndinni eru Borgar, mannauđsstjóri Veđurstofunnar (hann lofar góđu jólaveđri) og bankamćrinn Anna Dagmar sem m.a. sagđi okkur ţćr skemmtilegu fréttir ađ hún vćri međ barni.


Magnús Árni fćr í skóinn

Ţriđjudagurinn 15. desember 2009

Nú eru jólasveinarnir óđum ađ tínast til byggđa, hver á fćtur öđrum. Í nótt var ţađ Ţvörusleikir sem mćtti á svćđiđ og gaf öllum prúđum og stiltum börnum í skóinn - ţ.e. öllum börnum á öllum aldri sem ennţá vilja trúa á jólasveinana. Magnús Árni er gríđarspenntur ţessa dagana; sofnar snemma til ađ fá eitthvađ flott og auđvitađ vaknar snemma vegna spennunar hvađ hafi komiđ í skóinn. Í morgun var ţađ forláta gríma sem Ţvörusleikir fćrđi honum og Magnús Árni var bara hinn ánćgđasti međ gjöfina, sem hann mun án efa nota til ađ hrćđa líftóruna úr foreldrum sínum og öđrum gestum á heimilinum Smile

IMG_6491[1]

Mynd dagsins er af Magnúsi Árna nú í morgunsáriđ ađ kíkja á afrakstur nćturinnar sem var forláta gríma sem Ţvörusleikir fćrđi honum.


Fjölgađ í hópi efnilegra knattspyrnumanna í Mosfellsbć

Mánudagur 14. desember 2009

Ţó ég sé tiltölulega nýbúin ađ skrifa um Ungmennafélagiđ Aftureldingu hér í Mosfellsbćnum, ćtla ég líka ađ láta daginn í dag tengjast félaginu. Seinni partinn í dag var mér bođiđ á ángćjulegan fund hjá Knattspyrnudeild Aftureldingar. Eins og komiđ hefur fram í nokkrum fćrlsum fyrr á árinu var ég formađur Knattspyrnudeildarinnar um tíma, en lét ţar af störfum í byrjun ţessa árs. Á fundinum í dag var gengiđ frá leikmannasamningum viđ vćnan hóp leikmanna meistaraflokks karla. Jafnframt var skrifađ undir samninga viđ nokkra leikmenn félagsins í yngri flokkum og ţónokkra veigamikla styrktarađila. Ţađ er knattspyrnudeild mikiđ fagnađarefni ađ gera samninga viđ ţessa efnilegu knattspyrnumenn en meistaraflokkur er nú ađ mestu skipađur uppöldum leikmönnum úr Mosfellsbć.

samningar Afturelding

Mynd dagsins er fengin ađ láni af heimasíđu Aftureldingar, afturelding.is og sýnir nokkra af ţeim knattspyrnumönnum sem skrifuđu undir samninga viđ Aftureldingu í dag - ţar sem ég var viđstaddur á ánćgjulegum fundi.


Bloggfćrslur 21. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband