Í skógarferð í Danmörku

Fimmdagurinn 5. nóvember 2009

Dagurinn í dag hófst snemma eða kl. 4:45. Þá vöknuðum við feðgar því í dag var stefnan sett á að fljúga til Danmerkur. Við vorum mættir út á flugvöll upp úr kl. 6 og þá var skoðað í nokkrar búðir áður en við fengum okkur í svanginn og fórum út í vél. Við lentum heilu og höldnu á Kastrup í hádeginu eftir mjög þægilega ferð, alveg ótrúlegur munur að fljúga með krakka eftir að nýju sætin með sjónvarpsskjáunum komu í vélarnar. Steen, eiginmaður Siggu frænku, kom og sótti okkur á flugvöllin og fór með okkur heim til þeirra hjóna þar sem ætlunin er að dvelja. Við tókum svo daginn bara rólega enda urðum við allir frekar þreyttir og syfjaðir þegar leið á daginn. Í kvöldmat var boðið uppp á þjóðlegan danskan rétt "fríkadellur" (íslensk stafsetning) eða steiktar kjötbollur sem slógu alveg í gegn.

IMG_6181[1]

Mynd dagsins er tekin í skóginum við Holte í Danmörku þar sem við feðgarnir ætlum að dveljast næstu dagana. Fyrir utan húsið þeirra er þessi skemmtilegi skógur ásamt stöðuvötnum og fjölbreyttu dýralífi Það eru flottir haustlitir í skóginum núna og mikið af laufblöðum. Steen tók þessa skemmtilegu mynd af okkur feðgum ásamt Siggu frænku.


Pakkað niður fyrir Köben

Miðvikudagur 4. nóvember 2009

Á morgun stendur mikið til því þá ætla ég til Danmerkur ásamt strákunum, í langa helgarferð. Við munum dvelja fram á sunnudag hjá Siggu, systur mömmu og Steen manni hennar. Þau búa í Holte, sem er í útjaðri Kaupmannahafnar. Inga fór til Svíþjóðar í morgun þar sem hún verður á ráðstefnu næstu tvo daga en svo mun hún koma yfir til okkar og eyða með okkur helginni. Í kvöld vorum við feðgarnir því að pakka niður. Þó við ætlum aðeins að vera í fjóra daga þarf ýmislegt að taka með sér og í kvöld pökkuðum við niður dótinu okkar - vorum í raun ekki lengi að því. Þótt ótrúlegt sé sofnuðu drengirnir bara tiltölulega snemma.

IMG_6257[1]

Mynd dagsins er af Magnús Árna að "pakka" fyrir Danmerkurferðina í fyrramálið. Hann var mjög æstur að fá að pakka sjálfum sér í töskuna en eftir stuttar samningaviðræður náðist samkomulag um að fötin og dótin færu í töskuna, en ekki hann sjálfurCool


Bloggfærslur 8. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband