Snúið á svínaflensuna

Mánudagur 9. nóvember 2009

Í dag lét ég bólusetja mig við svínaflensunni. Ég er nú ekki vanur að taka upp flensur eða aðrar pestir sem ganga (sjö, níu, þrettán...) en allur er varinn góður. Það var Hildur samstarfskona mín sem fékk að njóta þess að stinga nálinni í mig en ég bar mig vel á meðan Smile Því miður var myndavélin ekki til taks þegar ósköpin gengu yfir.

svinaflensa

Mynd dagsins er af svínaflensunni CoolCoolCool samkvæmt fjölpósti sem gengur á netinu getur maður litið svona út eftir að hafa fengið svínaflensuna Tounge


Synirnir gerast eplabændur

Sunnudagur 8. nóvember 2009

Í dag var komið að kveðjustund fjölskyldunnar í Danmörku þar sem við höfum dvalið síðustu daga hjjá Siggu móðursystur minni og Steen manni hennar. Rétt fyrir hádegi skutlaði Sigga frænka okkur út á Kastrup flugvöll þar sem við notuðum síðustu dönsku krónurnar okkar. Við lentum svo í Keflavík um kaffileitið og vorum komin heim fljótlega eftir það eftir stutta en mjög skemmtilega Danmerkurferð.

 

IMG_6174[1]

Mynd dagsins er tekin í garðinum hjá Siggu og Steen. Í garðinum eru tvær tegundir af eplatrjám og nú er eplatínslutímabilið í hámarki. Önnur eplategundin er ætluð til að borða beint en hin eru súrari og meira hugsuð til matargerðar. Rétt áður en við komum til Danmerkur var heilmikið rok og þá féllu ansi mörg epli niður af trjánum. Strákarnir voru því drifnir út í garð að tína eplin áður en ormar og aðrir garðbúar náðu til þeirra. Þetta var mjög gaman Grin


Að ganga í takt...

Laugardagur 7. nóvember 2009

Í dag erum við fjölskyldan ennþá í Danmörku. Við tókum daginn snemma og fórum í bæinn. Kíktum á "Strikið", röltum í Nýhöfn og fleira skemmtilegt. Svo lá leiðin í Dýragarðinn þar sem við skoðuðum ísbirni, ljón, úlfa, ýmsar tegundir af öpum og margt fleira. Í sumar var svo opnað nýtt húsnæði fyrir fílana og það var mjög flott að skoða það. Um kvöldið var okkur svo boðið í ekta heima-svínasteik með brúnuðum kartölfum hjá Aase, mömmu Steen - hrikalega gott.

lifvördur

Mynd dagsins er tekin Amalíuborg í dag en það er heimili drottningarinnar. Það hefur löngum verið vinsælt að fylgjast með lífvörðum drottningar sem gæta hallarinnar og hafa gerta með svipuðum hætti í árhundruð. Sérstaklega fannst strákunum athyglisvert að horfa á vaktaskipti lífvarðanna sem eru mikil athöfn þar sem aðalatriðið er að ganga í takt, jafnvel þó það sé á staðnum. Myndin sýnir Ágúst Loga og Magnús Árna með einum af líffvörðum Danadrottningar í fullum skrúða.


Áströlsk nautasteik á hinu danska "hótel Holte"

Föstudagur 6. nóvember 2009

Í dag erum við fjölskyldan stödd í Holte við Kaupmannahöfn, hjá Siggu móðursystur minni og Steen eiginmanni hennar. Venju samkvæmt var dekrað við okkur í dag - í mat, drykk og öllu öðru. Seinni partinn kom Inga yfir til okkar frá Malmö þar sem hún hefur verið á ráðstefnu síðustu daga. Í kvöld var svo slegið upp veislu þar sem meistarakokkurinn Steen sýndi allar sýnar bestu hliðar og gaf kokkunum á hinu íslenska hótel Holti ekkert eftir. Alveg frábær máltíð í lok á góðum degi.

IMG_6194[1]

Mynd dagsins er tekin í kvöld hjá Siggu og Steen í Holte, þar sem bornar voru fram ástralskar nautasteikur og meðlæt en eldamennskan gefur hinu íslenska hótel Holti ekkert eftir Smile


Bloggfærslur 10. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband