Matur hjá meistarakokknum Ástþóri

Laugardagur 3. október 2009.

Þó Jóna mágkona eigi afmæli í dag var nú ekki haldið til hennar í afmæliveislu sem hefði verið mjög gaman - því hún býr á Akureyri. Við Inga fórum hins vegar nú í kvöld upp á Akranes í matarboð hjá vinafólki okkar, Ástþóri og Sigrúnu, sem þar búa. Ástþór er mikill meistarkokkur og eins og við var að búast töfraði hann fram hvern meistararéttinn á fætur öðrum - auðvitað með dyggri aðstoð konu sinnar. Og auðvitað stenst maður ekki slíkar freistingar þannig að allar megranir eru í uppnámi.  Við áttum svo mjög skemmtilegt kvöld sem reyndar stóð fram á nótt, en alls vorum við átta manns á svæðinu.

IMG_5873[1]

Mynd dagsins er tekin heima hjá vinafólki okkar, Ástþóri og Sigrúnu, nú í kvöld. Þarna erum við að gæða okkur á veitingunum. Á myndinni eru frá vinstri: Sigrún, Inga, Hafdís, Ástþór, Sævar, Heida og Erlingur. Mjög skemmtilegt kvöld Cool


Trampólínið leggst í híði

Föstudagur 2. október 2009

Þó í dag sé föstudagur gerðist órtúlega lítið hjá mér í dag nema vinna og aftur vinna. Inga bakaði reyndar alveg ljómandi pizzu fyrir okkur strákana í kvöldmatinn en öðru leiti var maður bara að dunda sér eitthvað - sem er jú líka ágætt stundum.

IMG_5878[1]

Mynd dagins er tekin úti í garði og sýnir mig að taka saman trampólín fjölskyldunnar. Það er nú tekið í sundur og sett inn í bílskúr þar sem það liggur í híði þar til sól fer að hækka aftur á lofti næsta vor!


Bloggfærslur 4. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband