27.10.2009 | 21:07
Seiðandi söngvaseiður
Laugardagur 24. október 2009
Það var aldeilis nóg að gera hjá mér í dag. Eftir að hafa vaknað snemma og farið í bakaríið fyrir næturgestina (sjá færslu gærdagsins) lá leið mín í Elliðárdal þar sem ég smellti mér í 1/2 maraþon-hlaup sem þar fór fram. Það var blíðskaparveður þannig að ég gat ekki annað en komið mínu 0,1 tonni alla leið frá upphafsreit að endamarki á mjög góðum tíma, 1:41:15 sem er nú bæting upp á tæpar 3-4 min úr Reykjavíkurmaraþoninu. Eftir að hafa baðað mig vel og lengi í heita pottinum hér í Lágafellslaug fórum við fjölskyldan í Borgarleikhúsið og sáum þar Söngvaseið. Alveg hreint hin skemmtilegasta sýning og ekki annað hægt en að hrífast með. Við keyptum miðanna einhvern tímann í sumar enda búið að vera uppselt á allar sýningar frá því byrjað var að sýna leikritið á síðasta leikári. Á sýningunni hitti ég m.a. vinkonu mína sem var að koma með dóttur sína í 3ja sinn. Eftir að heim var komið snæddum við lambasteink með Ingimar og Önnu tengdaforeldrum mínum og um kvöldið héldum við Inga svo yfir til Elvars, nágranna okkar og vinar, sem efndi til smá teitis í tilefni afmælis síns. Þetta var því mjög skemmtilegur dagur
Mynd dagsins er tekin í Borgarleikhúsinu í dag. Þarna erum við fjölskyldan ásamt Önnu tengdamömmu, að fá okkur hressingu í hléi á hinu seiðandi leikriti, Söngvaseiður sem var mjög skemmtileg sýning.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2009 | 20:51
Fullt hús af frændfólki
Föstudagur 23. október 2009
Í kvöld fengum við góða heimsókn frá ættingjum en Jóna systir Ingu kom að norðan með syni sína tvo, Arnar og Rúnar, en þau ætla að vera hér sunnan heiða um helgina. Svo birtust líka tengdaforeldrar mínir, Anna og Ingimar sem eru líka í borgarferð. Það var því kátt í kotinu fram eftir kvöldi og fullt af fólki í gistingu sem var nú bara gaman.
Mynd dagsins er tekin í sjónvarpssófanum í kvöld og sýnir nokkra fjölskyldumeðlimi að gæða sér á ís. Frá vinstri eru: Arnar Ingi, Rúnar Ingi (synir Jónu), Magnús Árni, Anna tengdamamma, Ágúst Logi og Ingimar tengdapabbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)