22.10.2009 | 23:55
Skroppið til Akureyrar
Miðvikudagur 21. október 2009
Í dag þurfti ég að vera á Akureyri vegna vinnu minnar. Það var flogið fram og til baka í dag og nokkrir fundir og skoðunarferðir voru á dagskránni, sem var þéttskipuð og dagurinn því vel nýttur. Alveg rjómablíða var á Akureyrinni þó hitastigið hafi verið um frostmark og létt, nýfallin mjöll yfir hluta dagsins. Um kl 16 var flogið til baka eftir velheppnaðan dag.
Mynd dagsins er tekin á Akureyrarflugvelli í dag og sýnir flugvélina renna í hlað áður en haldið var af stað til Reykjavíkur aftur eftir góðan dag í höfuðstað norðurlands. Ótrúlega þægilegur ferðamáti og skemmtilegur dagur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 23:46
Fagnað að hætti McDonalds...
Þriðjudagur 20. október 2009
Seinni partinn fórum við Inga í foreldraviðtöl í Lágafellsskóla þar sem synir okkar stunda nám. Ágúst Logi, sem er nú í 8. bekki, kom með okkur í sitt viðtal en Magnús Árni, sem er í 1. bekk, þurfti að bíða frammi meðan við töluðum við kennarann hans. Það er skemmst frá því að segja að báðir drengirnir fengu alveg úrvals umsagnir hjá kennurunum og eru alveg til fyrirmyndar. Við erum því gríðarlega stolt af piltunum Í tilefni þess fengu þeir að velja kvöldmatinn. Ótrúlegt en satt, þá voru þeir bræður algerlega sammála að skundað skildi í menningarsetrið McDonalds og þar snæddum við Big Mac o.sv.frv. nú í kvöld til að fagna útkomunni úr þessum flottu foreldraviðtölum.
Mynd dagsins er tekin á McDonalds þar sem þeir bræður gæða sér á gómsætinu sem þar er hægt að fá. Svo þurfti auðvitað að fagna líka með því að prófa tölvuspilin og rennibrautina sem þarna er að finna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2009 | 23:36
Bílskúrsdagar
Mánudagur 19. október 2009
Þessa dagana erum við að taka til í bílskúrnum fyrir veturinn. Aldeilis ótrúlega fljótt að safnast upp draslið og nóg að gera við að flokka og raða sumardótinu.
Mynd dagsins er tekin inn í bílskúr þar sem verið er að koma öllu á sinn stað fyrir veturinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)