Afmælisveisla Barkar

Fimmtudagur 15. október 2009

Börkur rafvirki og knattspyrnufélagi minn er 39 ára í dag. Síðustu ár höfum við spilað saman fótboltaá fimmtudagskvöldum með sameiginlegum vinahóp okkar Club71 (sjá ýmsar fyrri færslur). Eftir fótboltann í kvöld bauð Börkur okkur félögunum inn á næsta pöbb hér í Mosó þar sem við áttum góða stund saman í tilefni dagsins og héldum smá afmælisveislu.

 

börkur

Mynd dagsins er tekin í nú í kvöld þar sem við félagarnir fögnuðum afmæli Barkar. Eins og sjá má var slegið á létta strengi en veislan stóð nú bara yfir í 30 min eða svo. Á myndinni eru frá vinstri: Börkur afmælisdrengur, Malli, Siggi Sig, Ástþór, Rúnar, Hannes og Kalli.


Hrossalundir - nammi namm!

Miðvikudagur 14. október 2009

Í kvöld var ég staddur á fundi í Kiwanisklúbbnum Mosfelli hér í Mosfellsbænum en það hef ég verið félagið síðasta árið. Nú er vetrarstarfið komið á fullt. Kvöldmaturinn í kvöld vakti sérstaka athygli okkar þar sem boðið var upp á innbakaðar hrossalundir með gómsætri fyllingu. Borið fram með léttsteiktum karöflum og grænmeti. Gríðarlega ljúffengt, en það er ekki oft sem maður fær hrossakjöt í matinn en þetta bara bara virkilega gott.

kiwanis

Mynd dagsins er af félögum mínum, þeim Sigga og Ella, að snæða þessar fínu hrossalundir á Kiwanisfundinum í kvöld.


Sagan um "kónkulóina"

Þriðjudagur 13. október 2009

Þessa dagana er Magnús Árni sonur minn (6 ára) allur í því að búa til teiknimyndasögur. Hann er nú bara búinn að læra 5 starfi í skólanum og formlega ekki búinn að læra að skrifa. Hann er þó meira og minna sjálfmenntaður í lestri og skrift og er alveg óhræddur við teiknimyndasögugerðina. Þetta eru stuttar sögur en allar með merkilega góðum söguþræði. Virkilega gaman að svona framtaki hjá börnunum Smile

CCF15102009_00000 

Mynd dagsins er teiknimyndasagan um "kónkulóina". Sagan er um tvo félaga sem hittast og rekast á "kókuló". Þegar annar verður hræddur við hana nær hinn að henda henni í burtu SmileSmileSmileSmile


Veisluborð á hótel Sögu

Mánudagur 12. október 2009

Seinni partinn í dag var ég staddur í afmælisboði á Hótel Sögu, tengt vinnu minni. Hótelið heitir nú reyndar Radisson-SAS í dag. Afmælisboðið var hin glæsilegast veisla þar sem boðið var um á ótrúlega gómsætt veisluborð. Alveg hrikalega gott og alveg nógu merkilegt til að rata hér inn sem mynd dagsins.

saga

Mynd dagsins sýnir dásamlegt veisluborð á hótel sögu þar sem bragðlaukarnir glöddumst mikið seinni partinn í dag Smile Þetta leit nákvæmlega svona vel út ef ekki bara töluvert betur Smile


Bloggfærslur 15. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband