Ferming framundan

Fimmtudagur 1. október 2009

Seinni partinn í dag var ég boðaður á fund með prestum Mosfellsbæjar. Þetta var nú reyndar ekki einkafundur minn með þeim, heldur voru allir foreldrar tilvonandi fermingarbarna, boðaðir á kynningarfund í safnaðarheimili Lágafellssóknar. Sem sagt, Ágúst Logi sonur okkar er að fara að fermast næsta vor. Hann mun nánar tiltekið fermast fyrri hluta Pálmasunnudags, 28. mars á næsta ári. Á foreldrafundinum í dag var farið yfir hvernig fermingarfræðslan er uppbyggð og til hvers er ætlast að fermingarbörnunum í vetur. Jafnframt var sagt frá spennandi ferðalagi sem þau fara í, í Vatnaskóg nú í október þar sem þau fá m.a. að gista. Nú er bara fyrir okkur foreldrana að byrja undirbúa ferminguna enda í mörg horn að líta.

Lagafellskirkja

Mynd dagsins er af Lágafellskirkju hér í Mosfellsbæ en þar mun Ágúst Logi sonur okkar fermast næsta Pálmasunnudag eða 28. mars 2010.


Og þá er FIFA10 komin út...

Miðvikudagur 30. september 2009

Í dag er stór dagur hjá Ágústi Loga syni mínum. Í dag kom í verslanir ný útgáfa af uppáhalds play-station leiknum hans, FIFA. Útgáfan núna er semsagt FIFA2010. Þetta er fótboltaleikur og á hverju ári kemur út ný útgáfa. Leikurinn er í grunninn alltaf sá sami en milli ára hafa leikmenn auðvitað skipt um lið og ýmis ný atriði koma með hverri nýrri útgáfu. Ágúst fór nú seinni partinn í dag, með Arnari vini sýnum í verslunina Geimstöðina í Kringlunni þar sem fór fram keppni í tölvuleiknum FIFA í tilefni útgáfudagsins. Þar var urmull af stákum á öllum aldri og auðvitað gafst þeim kostur á að kaupa eintök af nýja leiknum. Ágúst kom heim alveg gríðarlega montinn. Þó honum hafi ekkert gengið sérstaklega vel í mótinu, þar sem hann féll út í 2. umferð fyrir 18 ára strák, þá var hann fyrstur í röðinni þegar leikurinn fór í sölu þannig að hann var sá allra fyrst sem kaupir eintak af tölvuleiknum hér á landi - aldeilis merkilegt! Smile

IMG_5869[1]

Mynd dagsins er af okkur Ágústi með nýja tölvuleikinn, FIFA10. Þegar heim var komið eftir kaup dagsins og þátttöku í mótinu þurfti að sjálfsögðu að prófa leikinn en hægt er að keppa saman í liði eða hvor við annan í leiknum. Þar sem Magnús Árni var farinn að sofa þegar Ágúst kom heim úr Kringlunni stóðu mér ekki aðrir möguleikar til boða en að spila leikinn við piltinn nú í kvöld!


Það er kósí-kvöld í kvöld!

Þriðjudagur 29. september 2009

Á morgun er frí í skólanum hjá báðum sonunum. Þá er starfsdagur kennara í Lágafellsskóla og allir krakkarnir fá að vera heima. Það þýðir að drengirnir fá að sofa út og taka það rólega. Eftir nokkrar samningaviðræður samþykktu foreldrarnir að drengirnir fengju að leigja DVD-myndir á ótrlúlega góðu tilboði. Í kvöld höfðu þeir svo kósí-kvöld og horfðu á myndirnar.

IMG_5862[1]

Mynd dagsins er tekin nú í kvöld á kósíkvöldi sonanna, Ágústar Loga og Magnúsar Árna. Þarna liggja þeir undir sæng og horfa á DVD - og búnir að fá pínu nammi Smile


Konan með borvélina :-)

Mánudagur 28. september 2009

Í blíðunni í dag vorum við Inga í ýmsum útistörfum tengdum húsinu og garðinum en hitt og þetta þurfti að klára fyrir veturinn. Það sem er nú líklega skemmtilegast við daginn er að rifja upp hvað frúin er öflug á borvélinni okkar. Hún tekur rispur á henni ekki síður en ég.  Meðan ég klifraði upp í stigum við að mála var hún að hamast við að laga hliðin á pallinum okkar þar sem borvélin lék lykilhlutverk.

IMG_5870[1]

Mynd dagsins í dag er að borvélinni okkar góðu Cool Bara gaman Sideways


Bloggfærslur 1. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband