30.7.2009 | 21:29
Litið við í Laugavatnshellum
Fimmtudagur 30. júlí 2009
Um kaffileitið í dag var haldið af stað í Mosfellsbæinnn úr sumarbústað fjölskyldunnar sem við höfum dvalist í síðan á þriðjudag. Á leiðinni var komið við í Laugarvatnshellum, sem staðsettir eru á Lyngdalsheiðarleiðinni, milli Þingvalla og Laugavatns. Þetta eru stórmerkir hellar sem hafa verið gerið af mannahöndum, smá saman gegnum tíðina. Á fyrri hluta síðustu aldar var búið í hellunum og segir sagan að þarna hafi ekkert verið síðra að búa en í torfbæjum, enda voru smíðaðir veggir, hurðir og gluggar upp í opið ásamt því að smíða tréverk innandyra eins og hefðundið var bæjum þessa tíma. Þarna er gaman að stoppa enda eru hellarnir stutt frá veginum.
Mynd dagsins er af mér framan við Laugarvatnshellana. Brakandi blíða var í dag og gaman að kíkja aðeins á hellana. Þarna var margt um manninn enda hávertíð ferðalaga þessa daganna.
Bloggar | Breytt 4.8.2009 kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 21:20
Hvað er í pottinum?
Miðvikudagur 29. júlí 2009
Í dag dvöldum við fjöskyldan áfram í blíðunni í sumarhúsi fjölskyldunnar í Úthlíð í Biskupstungum. Fyrir utan er heitur pottur sem er gríðarlega vinsæll, sérstaklega meðal yngri kynslóðarinnar.
Þó við höfum brallað ýmislegt í dag valdi ég mynd úr "pottinum" sem mynd dagsins en þar er jafnan mikið fjör, eins og gefur að skilja . Á myndinni eru frá vinstri Ágúst Logi, Kristinn Þór (systursonur Ingu, ég og Þorsteinn Ingi (systursonur Ingu) og Magnús Árni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 21:08
Af stað í sumarbústað
Þriðjudagur 28. júlí 2009
Í blíðunni í dag drifum við okkur fjölskyldan (ásamt fósturdrengjunum tveimur) í sumarbústað fjölskyldunnar sem er staðsettur í Úthlíð í Biskupstungum. Bústaðurinn er þar á besta stað og er ætlunin að við fjölskyldan verðum þar fram á fimmtudag. Alltaf mjög gaman að fara í sumarbústað!
Mynd dagsins er af sumarbústaðnum góða en ég hef ekki áður sýnt mynd af honum hér á síðunni. Bústaðnum fylgja reyndar þrjú minni hýsi; gestahús, potthús og geymslu-/eldhús. Þau sjást nú lítið á þessari mynd en þetta er mikill sælureytur. Af svölunum sem sjást á þessari mynd er útsýni beint yfir á Heklu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 23:56
Skemmtilegt ættarmót
Mánudagur 27. júlí 2009
Um kaffileitið í dag fór ég ásamt sonunum á lítið ættarmót sem ákveðið var að halda í föðurættinni hennar mömmu. Inga komst ekki með okkur þar sem hún er búin að liggja meira og minna í flensu síðustu daga. Á ættarmótinu í dag hittust afkomendur systkynanna Péturs Ágústar (móðurafa míns) og Sigríðar Árnabarna. Pétur afi átti 2 dætur og Sigríður 2 syni og eina dóttur. Þetta var vaskur hópur sem hittist í Garðabænum, heima hjá Herdísi, einu barnabarni Sigríðar. Hópurinn var svo sem ekki nema um 50 manns með mökum og börnum og flest þekkjumst við. Við áttum saman mjög góða stund og þetta var mjög skemmtilegt. Sérstaklega var nú mikilvægt að "uppfæra" barnalista hjá hverjum og einum enda stækka þessi börn ótrúlega hratt.
Mynd dagsins er af þátttakendum á ættarmótinum. Auðvitað komust ekki alllir og nokkrir voru farnir þegar hægt var að smala fólki saman fyrir myndartökur. Einnig gekk erfiðlega að hafa börnin öll saman og fá þeirra eru á myndinni. En ótrúlega fallegt fólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 23:35
Berir að ofan í tölvuleik
Sunnudagur 26. júlí 2009
Eftir að hafa vaknað þriðja daginn í röð kl. 6 með Ágústi Loga vegna fótboltamótsins REY-CUP var kærkomið að geta lagt sig aðeins undir hádegi. Ágúst var reyndar sjálfur mjög ánægður með daginn þar sem hann hafði verið hetja Aftureldingar í leik morgunsins þar sem þeir félagar lögðu Víkiniga í vítaspyrnukeppni. Hann náði að verja lokaspyrnu Víkinga og þar með tryggja sínum mönnum sigur. Eftir hádegið fengum við góða gesti í kaffi; fyrst mikla vinkonu okkar, frú Sigríði kartöfludrottningu frá Akureyri og síðan Styrmi svila minn ásamt Önnu Dagbjörtu dóttur hans. Seinni partinn fóru allir piltarnir á heimilinu í sívinsælan tölvuleik sem heitir EYETOY. Í honum er myndavél tengd við tölvuna (playstation) og piltarnir keppa í ýmsum þrautum úti á gólfi þar sem reynir á líkamlega þætti, þrótt og atgervi. Þetta er mjög sniðugt enda er þarna búið að sameina heimspeki íþróttaálfsins og tölvuleiki.
Mynd dagsins er tekin inn í herbergi hjá Ágústi Loga og sýnir Magnús Árna, Kristinn Þór og Ágúst Loga í EYETOY tölvuleiknum. Þar gegnur mikið á og voru drengirnir orðnir rjóðir og sveittir eftir átökin - og sumir komnir úr að ofan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 23:09
Fræknir frændur
Laugardagur 25. júlí 2009
Í gær komu tveir frændur í heimsókn til okkar. Það eru þeir Kristinn Þór (8 ára) og Þorsteinn (2 ára) synir Kristínar Erlu, systur Ingu. Þeir bræður ætla að dveljast hjá okkur í heila viku. Það má því búast við að það verði líf í tuskunum hjá okkur næstu daga. Nú undir kvöld fór Ágúst Logi í grillveislu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og ball á Brodway á eftir. Þessi viðburðir eru hluti af skemmtidagsskrá fótboltamótsins REYCUP sem Ágúst Logi er að taka þátt í þessa dagana. Eftir að hafa skutlað Ágústi og nokkrum félögum hans í Fjölskyldugarðinn, fór ég með hina drengina þrjá á menningarsetrið KFC hér í Mosfellsbæ. Það er semsagt kjúklingastaður þar sem stór leikgrind fyrir krakka með rennibrautum. Við fengum okkur í svanginn og dvöldum þar í góða stund þannig að húsfreyjan á heimilinu fékk mjög gott frí frá barnaumstangi
Mynd dagsins er tekin við leikgrindina á vetingastaðnum KFC nú í kvöld og sýnir frá vinstri Magnús Árna, Kristinn Þór og Þorstein. Það var mikið fjör hjá okkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 23:25
REY-CUP og grillveisla
Föstudagur 24. júlí 2009
Í morgun fór ég á fætur kl. 6 ásamt Ágústi Loga (eldri syninum). Þessa dagana er Ágúst Logi að keppa á fótboltamótinu RAY-CUP, ásamt félögum sínum hjá 4. flokki Aftureldingar. Þetta skemmtilega fótboltamót er haldið í Laugardalnum fyrir lið í 3. og 4. flokki karla og kvenna (=13-16 ára). Ágúst og félagar áttu leik kl. 8 í morgun og því vorum við mættir ásamt Aftureldingarliðinu í "te og rist" á íþróttavellinum kl. 6:30. Ég tók að mér að vera annar tveggja liðsstjóra og því fór dagurinn í að fylgja drengjum eftir milli valla í Laugardalnum í ágætis blíðu þó lofthiti væri ekki mikill. Ekki skal fjölyrt um úrslit dagsins, þeim þarf að gleyma fljótt . Undir kvöld var svo slegið upp grillveislu fyrir alla drengina hjá "ofur-fótbolta-mömmunni" hér í Mosó, Hönnu Sím. Þar voru grillaðir kjúklingar og pylsur, sem dugðu til að sleikja sárin og vel það. Ekki spillti svo gleðinni þegar meistarflokkur karla sigraði svo Víkinga frá Ólafsvík, í hörku kappleik sem flestir fóru að sjá eftir grillið.
Mynd dagins er tekin úti á palli í grillveislunni í kvöld. Á myndinni situr Ágúst Logi ásamt nokkrum félögum sínum. Í baksýn má sjá grillið með góðum hóp af glorhungruðum úlfum í kring, enda eru strákarnir 35 talsins og alltaf svangir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 22:57
Hvað er WASGIJ?
Fimmtudagur 23. júlí 2009
Síðustu ár hefur verið ein af föstu hefðunum við jólin hjá okkur í fjölskyldunni að púsla saman eitt risastórt fjölskyldupúsl. Hugmyndin er að hafa það á stofuborðinu og fjölskyldumeðlimir og gestir geti gripið í þegar púsllöngunin grípur. Síðustu ár hefur Magnús Árni verið mjög duglegur í þessu fjölskylduverkefni og núna, þegar allir eru saman heima í fríi (eins og á jólunum) fannst honum viðeigandi að ráðist yrði í sameiginlegt fjölskyldupúsl. Fyrir valinu varð eitt af hinum skemmtilegu WASGIJ? púslum. Þetta er hollenskt (skýrir nafnið ) og eru þau sem til eru á heimilinu 1000 bita. Það sem gerir þessi púsl sérstök - og um leið skemmtileg - er að púslararnir vita ekki hvaða mynd þeir eru að púsla. Myndin framan á kassanum sýnir jafnan hóp af mjög undrandi fólki í ýmsum aðstæðum. Púslið gengur svo út á að finna út á hvað þetta ágæta, undrandi fólk er að horfa og þar með hvað gerir fólkið svona hissa eða undrandi. Á mánudaginn byrjaði Magnús að púsla og í morgun kláraðist verkið, reyndar með dyggri hjálp foreldranna.
Mynd dagsins er að Magnúsi Árna með WASGIJ? púslið. Fremst á myndinni er kassinn með vísbendingarmynd um hvað púslarinn á að fara á púsla og svo kemur meistaraverkið sjálft. Við byrjuðum fljótlega á að hafa púslin á pappaspjaldi þannig að mjög fljótlegt er fjarlægja púslið af stofuborðinu, án skemmda, ef nota þarf borðið í öðrum tilgangi meðan púsl-vertíð stendur yfir. Þetta er þrælskemmtilegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2009 | 12:42
Sjónvarpsgláp undir sæng
Miðvikudagur 22. júlí 2009
Eftir hádegi í gær fór ég að finna fyrir miklum slappleika og seinni partinn lagðist ég í rúmið. Það var komið stöðugt rennsli úr nefinu á mér og hiti sem fylgdi ágætis hausverkur. Ekki var ástandið betra þegar ég vaknaði í morgun og því var sú ákvörðun tekin að ég yrði í bælinu í dag þrátt fyrir frábært veður úti fyrir. Það er hreint óþolandi að vera veikur á svona degi en maður verður stundum að láta skyndsemina ráða. Það varð því úr að meðan Inga púlaði í garðinum lá ég uppi í rúmi og lagði mig milli þess sem ég horfði á DVD-myndir.
Þar sem þessi dagbók á að fjalla um amk einn ánægjulegan hlut á hverjum degi get ég nú sagt að ég horfði á tvær fínar bíómyndir í dag. Inga leigði fyrir mig myndina TAKEN sem er hörkuspennandi hasarmynd og svo fylgdi með gömul mynd, DaVince Code, sem er orðin fínasta klassík. Maður er nú ekki mjög glæsilegur þegar maður er veikur þannig að mynd dagsins er bara tekin af netinu sem auglýsing fyrir hina ágætu kvikmynd, TAKEN. Sem sagt, þrátt fyrir veru undir sæng í blíðunni gerðist þó eitthvað ánægjulegt í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 12:31
Leirvogurinn ljúfi
Þriðjudagur 21. júlí 2009
Æðislegt verður í dag. Fyrir hádegi tók ég mig til og fór út að skokka. Fyrir valinu varð stígurinn meðfram Leirvoginum hér í Mosó en hann liggur m.a. meðfram golfvelli bæjarins og mjög fjölskrúðugu fuglalífi. Stundum geta kríurnar verið mjög æstar en núna var allt við Leirvoginn með ljúfasta móti enda fallegur dagur. Í morgun var nánast háfjara þegar ég var á ferðinni og þá er nánst hægt að ganga yfir voginn - enda heitir hann ekki Leirvogur af hreinni tilviljun
Mynd dagsins sýnir Leirvoginn við Mosfellsbæ á fjöru. Í baksýn er Esja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)